Jólaball foreldrafélags leikskólans Sólhlíðar fór fram í dag. Ég var skipaður umsjónarmaður þess að sækja og skila gervi-jólatrénu til að dansa umhverfis. Það fór auðvitað vel á því að fá heiðingja í það verkefni, enda jólatréssiðurinn vitaskuld rammheiðin forneskja, ekki síður en jólasveinar, tröll og sá siður að halda hátíð þegar sólin fer aftur að rísa.
Við héldum skemmtunina í Valsheimilinu – og eiga Valsmenn heiður skilinn fyrir greiðvikni í tengslum við það. Salinn fengum við frítt og starfsfólk hússins var afar liðlegt.
Þetta var í fyrsta sinn sem ég skoðaði þessi nýju heimkynni Valsmanna. Húsið er stórglæsilegt. Auðvitað takmarkaði það nokkuð svigrúm arkitektanna að hússins er byggður á eldri byggingu – en Valsarar mega vera stoltir af húsinu.
Við Framarar unum þeim þessa að sjálfsögðu – enda hlýtur Valssvæðið að verða fyrirmyndin í samningum Fram við borgina, …nema okkar svæði verður auðvitað glæsilegra.
# # # # # # # # # # # # #
Jakob Bjarnar Grétarsson er grimmur í ritdómi um smásagnasafn Einars Kárasonar í Fbl. í morgun. Ég verð að svipast um eftir fleiri dómum, því ég hafi einmitt bundir vonir við þessa bók Einars, enda alltaf sökker fyrir hans verkum.
# # # # # # # # # # # # # # #
Það virðast óvenjumörg ensk neðrideildarlið vera í basli um þessar mundir.
Swindon virðist ramba á barmi hruns – þar sem hreinlega er verið að tala um að leggja niður klúbbinn. Sjá hér.
Hringjum í Glenn Hoddle og spyrjum hann hvað Swindon-stuðningsmenn hafi gert af sér í fyrra lífi til að eiga þetta skilið…