Luton stóð sig í stykkinu í kvöld. Við sundurspiluðum Nottingham Forest og erum komnir í þriðju umferð bikarkeppninnar. Þar bíður heimaleikur gegn Liverpool og að öllum líkindum bein útsending á Sýn.
Liðið er í greiðslustöðvun og leikmenn hafa enn ekki fengið laun greidd fyrir nóvember. Fyrir leikinn tilkynnti náunginn sem stýrir félaginu meðan leitað er nýrra kaupenda að leikmenn myndu geta fengið borgað – EF þeir ynnu leikinn og tryggðu sjónvarpspeninga í kassann. Það kallar maður árangurstengt launakerfi!
Úr því að þetta virkar svona vel er alveg spurning um að hætta að borga leikmönnunum alveg þangað til í vor…
Calvin Andrews er hetja! Skelli kannski tengli hingað ef ég finn markið hans í kvöld í þokkalegum gæðum á YouTube.
Uppfært: Hmmm… kannski ekki besta sjónarhornið?