Hún er áhugaverð umræðan sem komin er upp í tengslum við nýjasta bindi Víðis Sigurðssonar af Íslenskri knattspyrnu og rekin er með ályktunum og yfirlýsingum í fjölmiðlum. Tildrögin eru þau að Víðir tekur afstöðu gegn KSÁ í deilu um það hver hafi í raun átt að hreppa bronsskóinn fyrir að skora þriðju flest mörkin í efstu deild karla. Víðir úrskurðar mark sem leikmaður Breiðabliks er talinn hafa skorað sem sjálfsmark – og tekur þannig af honum þriðja sætið.
Stjórn knattspyrnudeildar UBK hefur fordæmt þessa ákvörðun Víðis og vill nú að KSÁ endurskoði samstarf við hann í ljósi þessara „sögufalsana“.
Nú hef ég ekki enn komist yfir bókina og veit því ekki hvernig fjallað er um málið. Ég á raunar bágt með að trúa því að ekki komi fram einhvers staðar í bókinni að deilt hafi verið um hver átti markið – þó ekki væri nema til að útskýra hvers vegna annar maður fékk bronsskóinn á lokahófinu en Víðir telur hafa átt það skilið.
Ef enga slíka fyrirvara er að finna í bókinni er Víðir kominn út á eilítið hálan ís. Það má alveg færa rök fyrir því að sá er ritar íþróttasagnfræði af þessu tagi megi (eða eigi) að leiðrétta tölfræði ef hann veit (eða telur sig vita betur). Þannig bærðist hjartað ört í brjósti mér þegar ég hélt að ég hefði fundið skjal sem hefði fært Frömurum Íslandsmeistaratitil á kostnað Víkinga… en því miður var önnur og trúlegri skýring á plagginu. – En leiðréttingarnar gera menn vitaskuld ekki án þess að útskýra að verið sé að víkja frá opinberum gögnum.
En gagnrýni Blika missir marks af öðrum sökum – hún beinist nefnilega að röngum manni.
Kópavogsbúar segja sem er að með skrifum sínum sé Víðir Sigurðsson að „ræna“ þeirra mann bronsskónum í hugum seinni kynslóða – þar sem bækur hans muni verða helsta sagnfræðilega heimildin um Íslandsmótið 2007.
Það er rétt. En hverjum skyldi það vera að kenna?
Á mínum huga er eitt mikilvægasta hlutverk íþróttasambanda að halda utan um úrslit og tölfræði sinna móta. Hvert samband á að halda utan um gagnagrunna, helst með öllum þeim upplýsingum sem hugurinn girnist: úrslitum, dagsetningum, nöfnum markaskorara, áhorfendafjölda o.s.frv…Â Helst eiga íþróttasamböndin að gefa þessar upplýsingar út í skýrslum sem eru HEIMILDIN um viðkomandi efni.
En hvernig stendur KSÁ sig? Jú, á vef sambandsins eru síður með upplýsingum um mót, þar sem finna má veigamestu tölfræði úr leikskýrslum. Hversu líklegt er að heimasíða sem er virk árið 2007 verði jafnaðgengileg árið 2017, 2027 eða 2087? Það er harla ólíklegt – svo auðvitað verður KSÁ að standa í einhvers konar prentútgáfu ef upplýsingarnar eiga ekki að glatast.
Enn daprara er ástandið ef farið er aftur í tímann. Með einföldustu leit af úrslitum í efstu deild kvenna á vef KSÁ koma ekki upp tölur lengra aftur frá 2001. Með krókaleiðum er hægt að grafa upp tölur allt frá 1994 eða þar um bil. Fyrstu tveir áratugirnir af íslenskri kvennaknattspyrnu eru hins vegar ekki til á heimasíðu KSí.
Ef farið er 30 ár aftur í tímann í karlaboltanum, er hægt að finna úrslit leikja í efstu deild karla (ekki neðri deildunum) – en ekki dagsetningar, nöfn markaskorara, lista yfir leikmannahópa o.s.frv. Og meira að segja úrslitagrunnurinn er langt frá því að vera villulaus.
Samt er mikið af þessum upplýsingum til. Þær hafa birst í sögu knattspyrnunnar á Íslandi e. Víði og Sigurð í. Friðþjófsson sem KSÁ gaf meira að segja út. Þær má finna í bókum Sigmundar Ó. Steinarssonar um sögu fyrstu deildar – og miklu nákvæmari upplýsingar má finna í gömlum dagblöðum, gjörðabókum stjórna knattspyrnufélaganna, ársskýrslum og víðar.
KSÁ ætti að sjá sóma sinn í að ráðast í gerð alvöru gagnagrunns, þar sem safnað væri saman ítarlegum upplýsingum um allt sem tengist íþróttinni ásamt vísunum í heimildir.
Það þyrfti ekki að kosta miklu til svo unnt væri að ýta verkefninu úr vör. 2-3 sagnfræðinemar í sumarvinnu með fartölvur að berja sig í gegnum öll dagblöð sem fjallað hafa um íþróttir er fyrsta skrefið. – Heimsóknir til stærstu íþróttafélaganna, þar sem gluggað væri í skjalasöfn og bækur kæmi þar á eftir. Og að lokum þyrfti að gera gögnin aðgengileg á netinu og víðar til að fá áhugamenn til að fylla upp í eyðurnar.
Það er til lítilst að hengja Víði þegar Geir er sökudólgurinn…
# # # # # # # # # # # # #
Andsk. Töpuðum fyrir skítaliðinu Cheltenham. Nú er ástæða til að hafa áhyggjur.