Er hægt að skrifa slæma bók um vondan mann?

Spurningin hér að ofan kann að virðast fráleit – en er þó ekki. Viðbrögð nokkurra hægrimanna, sem m.a. má lesa um hér, við ritdómi Sverris Jakobssonar um ævisögu Maós benda til að svar þeirra sé neitandi.

Sverrir skrifaði harðan en góðan ritdóm í­ Lesbók Moggans um Maó-bókina sem Ólafur Teitur þýddi. Niðurstaða ritdómsins var sú að bókin vond sagnfræði. Sú skoðun var rökstudd með fjölda ví­sana í­ slæm vinnubrögð, villandi heimildameðferð o.s.frv. Jafnframt benti Sverrir á fjölda bóka um þennan gamla Kí­naleiðtoga sem telja mætti góða sagnfræði. Sumar þeirra eru mjög harðorðar í­ garð Maós.

Viðbrögðin við ritdómnum eru sérkennileg – en þó fyrirsjáanleg. Ólafur Teitur þurfti náttúrlega að svara með langri grein (til að sýna að hann væri ekki smeykur við gangnrýnina) – en þrátt fyrir langt mál, vék hann sér undan því­ að svara nánast nokkrum af þeim gagnrýnisatriðum sem Sverrir tiltók.

Aðrir hafa brugðist við á þann hátt sem Skúli Magnússon gerir í­ Þjóðmálum – og sem Egill Helgason vitnar til. Sú gagnrýni er efnislega á þá leið að Maó hafi verið illmenni og þess vegna séu allar bækur sem tali illa um hann góðar samkvæmt skilgreiningu…

Þetta er sérstæð sýn á tilgang sagnfræðinnar: að tilgangurinn helgi meðalið og að réttmætt sé að falla frá kröfum um góð sagnfræðileg vinnubrögð ef markmiðið er að koma mikilvægum boðskap á framfæri.

Skúli Magnússon telur gagnrýni Sverris og birtingu hennar í­ Lesbókinni til marks um að óðir kommar hafi tekið völdin í­ Hádegismóum. Byltingin virðist þá vera að breiðast hratt út – því­ ég leyfi mér að fullyrða að Maó-bók Ólafs Teits fengist seint viðurkennd sem heimild í­ samtí­masögukúrsunum í­ sagnfræðinni í­ Háskólanum.