Er að lesa bókina The Beautiful Game? eftir David Conn. Þar eru margar sögur af litlum fótboltaliðum sem hafa farið á hausinn eða rambað á barmi gjaldþrots – oftar en ekki vegna vanhæfra stjórnenda eða græðgi braskara og ófyrirleitinna eigenda.
Notts County, Bury og York City eru öll í þessum hópi.
Það er ágætt að vera innblásinn af þessari smáliðanostalgíu sama dag og 3ja umferðin í enska bikarnum er í gangi. Þetta er sú helgi á árinu þar sem litlu liðin fá að blómstra og reyna sig við stóru klúbbana.
Utandeildarliðið Chasetown er þó úr leik – töpuðu fyrir Cardiff. Aldrei áður í sögu ensku bikarkeppninnar hefur lið sem er jafn neðarlega í deildarkeppninni og Chasetown komist í þriðju umferðina.
Líka skemmtilegt að sjá að Cambridge United sé yfir í hálfleik gegn Úlfunum…