Forsetaefnin

Miðað við þá staðalmynd sem margir hafa af Bandarí­kjunum sem rammtrúuðu og í­haldssömu samfélagi er það óneitanlega nokkuð merkilegt hversu fjölbreytilegur frambjóðendahópurinn í­ forsetakosningunum er í­ raun. Á hópi sigurstranglegri kandidata er kona, blökkumaður með arabí­skt millinafn og mormóni.

Evrópubúar – sem telja sig þó miklu ví­ðsýnni og umburðarlyndari en Bandarí­kjamenn – virðast alltaf kjósa karlmenn sem eru á sama aldri og lí­ta eins út.

Skrí­tið.

# # # # # # # # # # # # #

Gettu betur byrjaði ví­st í­ gær. Alveg fór það fram hjá mér. Getur verið að þetta hafi verið minna auglýst núna en undanfarin ár?

Mér skilst að ví­xlspurningarnar hafi verið felldar út og í­ staðinn bætt inn bjölluspurningum. Það auðveldar lí­f spurningahöfundarins óstjórnlega. Á mí­num huga jafngildir þessi breyting 20% kjarabótum til dómara – því­ ví­xlspurningarnar eru það langsamlega flóknasta í­ samningu.

EN…

ístæðan fyrir að ég reyndi aldrei að stinga upp á þessari reglubreytingu á sí­num tí­ma er sú staðreynd að útvarpið hefur í­ seinni tí­ð reynt að kappkosta að keppnislið þurfi ekki að fara langar leiðir á keppnisstað, heldur geti kepptÂ í­ hljóðveri í­ sinni heimasveit. Fyrir vikið eru liðin að keppa hvert í­ sí­num landshluta.

Það er meiriháttar ólán í­ bjölluspurningum.

Bjölluspurningar verða að vera með einni bjöllu – og aðeins einni. Ef bæði keppnislið hafa bjölluhnapp verður að tryggja að um leið og þrýst er á annan hnappinn lokist fyrir sambandið við hinn. Það er í­ praxí­s óframkvæmanlegt í­ útvarpinu. (Auðvitað er það ekki tæknilega óframkvæmanlegt og mætti hæglega útfæra með einföldum fí­dus á netinu – en ég þekki mí­na menn hjá RÚV og veit að það myndi aldrei lukkast…)

Mér virðist útvarpið ætla að taka sénsinn – sem gæti svo sem alveg gengið upp. Vissulega er mikill styrkleikamunur á liðum í­ flestum viðureignum í­ útvarpi – og hní­fjöfnu viðureignirnar eru oftar en ekki milli tveggja liða af suðvesturhorninu… en þetta er ekki staða sem ég vildi vera í­ sem dómari.