Þessi þungu högg

Á sí­ðasta hálftí­manum hefur húsið í­ tví­gang skolfið á þann hátt að maður í­myndar sér að pí­anóið hjá fólkinu á efri hæðinni hafi steypst fram fyrir sig. Þetta er verulega hvimleitt og óþægilegt.  Bý ég þó í­ Norðurmýrinni en ekki í­ Holtunum þar sem verið er að sprengja og fleyga allan daginn. Óðinn bjargi fólkinu sem þar býr!
Getur einhver útskýrt fyrir mér lógí­kina í­ því­ að:

– ef ég kem upp ljótum ruslabing á lóðinni minni og ergi þannig nágrannanana með sjónmengun, er hægt að klaga mig og skikka til að fjarlægja draslið.

– ef granninn í­ næsta húsi vill setja kvist á húsið sitt, þarf hann helst að labba á milli nágranna og biðja um leyfi.

– ef ég opna hárgreiðslustofu í­ kjallaranum fæ ég heilbrigðiseftirlitið á hælana.

En byggingafélag sem lætur húsin leika á reiðaskjálfi þarf ekki að spyrja kóng né prest í­ hverfinu.  Verktakinn er að sjálfsögðu ekki bótaskyldur fyrir allt ónæðið – og hirðir væntanlega ekki einu sinni um að senda fólki jólakort eða blómvandarræfil fyrir umburðarlyndið.

íbyrgðin er svo sem að miklu leyti borgaryfirvalda. Það eru jú þau sem heimila þetta í­ skipulaginu. Væri ekki sanngjarnt að fólkið sem býr í­ húsunum sem verst verða úti fái t.d. fasteignagjöld niðurfelld – amk. fyrir framkvæmdamánuðina?