Sögulegur GB dráttur

Drátturinn í­ annarri umferð framhaldsskólaspurningakeppninnar var merkilegur – því­ með honum er ljóst að nýr skóli kemst í­ úrslitakeppnina í­ Sjónvarpinu. ísfirðingum hefur, ótrúlegt nokk, aldrei tekist að fara í­ fjórðungsúrslitin þótt stundum hafi litlu munað. Nýi menntaskólinn í­ Borgarnesi mætir ísfirðingum í­ keppninni um sjónvarpssætið. Ég veðja á ísafjarðarsigur og beina útsendingu Sjónvarpsins að vestan.

MR, MK, MH, MS og Hraðbraut ættu að eiga nokkuð auðvelda leið í­ sjónvarpið lí­ka.

Tvær keppnir í­ viðbót hafa burði til að verða spennandi:

Ég heyrði reyndar ekki í­ Borghyltingum í­ kvöld – en hef heyrt vel af liðinu látið. Borgó og MA eru lí­klega með álí­ka sterk lið.

Mí­nir gömlu lærisveinar úr MR, Sverrir og Viðar, eru að þjálfa Versló. Ef Verzlunarskólinn væri Newcastle, þá hefði þeim félögum verið sagt upp eftir frammistöðu Verslinga í­ fyrstu umferð. Versló hefur hins vegar margoft verið úti á þekju í­ upphafsviðureign en rétt svo úr kútnum.Egilsstaðir stóðu sig vel í­ fyrstu umferðinni, en eitthvað segir mér að Versló hafi þetta.