Sir Edmund Hillary er látinn.
Það rifjar upp minningu um eitt af súrrealískustu augnablikum íslenskrar fjölmiðlasögu – þegar Íslendingar eignuðust sína fyrstu fulltrúa á tindi Everest og einhver fjölmiðlamaðurinn sá ástæðu til að hringja í Hillary gamla og segja honum frá þessu og spyrja hvort hann væri ekki ánægður með að Íslendingur hefði komist á tindinn.
Það reyndi greinilega mjög á kurteisi og leiklistarhæfileika gamla fjallagarpsins að láta eins og honum þætti símtalið ekki fáránlegt og spurningin út í hött.
Eða dreymdi mig þetta bara?