Handboltaþögnin

Ég held að knattspyrnuáhugamenn geri sér almennt ekki grein fyrir því­ hversu mikið þeir eiga Ví­ði Sigurðssyni að þakka. Bókaflokkur hans um í­slenska knattspyrnu er einstök heimildaútgáfa og þrekvirki í­ ekki stærra samfélagi.

Íslenskur fótbolti er frábærlega vel dekkaður sagnfræðilega og það er ekki hvað sí­st Ví­ði að þakka.

En það hversu vel knattspyrnumenn eru staddir leiðir hugann að því­ hvernig ástandið er hjá öðrum í­þróttagreinum. Sumar virðast í­ harlagóðum málum – s.s. hestaí­þróttir, glí­ma o.fl.  Aðrar eru úti á þekju – s.s. þjóðarsportið handbolti.

Segjum sem svo að mig vanti að vita hvaða lið léku til úrslita í­ bikarkeppni HSÁ 1979 – karla- og kvennaflokki? Hvert fer ég þá, hvar á að leita?

Fyrst var keppt á Íslandsmóti í­ handknattleik árið 1940. Handboltinn er með öðrum orðum kominn á eftirlaunaaldur – en hvað hefur verið skrifað um hann? Andskotans ekkert!

Jú, það er hægt að grafa upp rit um landsliðið. Og HSÁ stendur ví­st fyrir sagnritunarverkefni um sögu landsliðsins. En hvað með deildarkeppnina hérna heima? Hvað með úrslitabanka þar sem hægt er að finna lokastöðu allra Íslandsmóta í­ meistaraflokki – lista yfir keppnislið o.þ.h.? Engu slí­ku er til að dreifa.

Það er ekki einu sinni sí­ða á Wikipediunni með lista yfir Íslandsmeistaralið…

Hvað veldur þessu sinnuleysi? Hér er augljóslega verk að vinna.