Heyra má ég erkibiskups boðskap…

Erkibiskupinn af Kantaraborg flutti ví­st ræðu á dögunum og velti upp möguleikanum á að sharia lög fengju einhvers konar viðurkenningu í­ Bretlandi. Öll blöðin ganga berserksgang.

Aðdáendur þáttanna „Já, forsætisráðherra“ kippa sér þó ekki upp við þetta. Við vitum nefnilega allt um kirkjuna og þetta tiltekna biskupsembætti eftir hinn stórkostlega þátt „The Bishop´s Gambit“.

Þar er forsætisráðherra látinn velja milli tveggja kandí­data í­ stöðu erkibiskupsins af Kantaraborg. Annar, sem er augljóslega kosturinn sem útnefningarnefndin vill að Hacker velji, hefur glæsilegan feril en hefur þann smávægilega galla að hafna meyfæðingunni, upprisunni og ýmsum fleiri meginstoðum kristinnar trúar.

Ráðherra lí­st illa á að velja trúleysingja sem biskup og spyr hvað sé vandamálið við hinn kandí­datinn. Jú, hann reynist mikill trúmaður – en hlynntur aðskilnaði rí­kis og kirkju.

Sir Humphrey: The Queen is inseparable from the Church of England.“
Jim Hacker: „And what about God?“
Sir Humphrey: I think he is what is called an optional extra.“
Þegar í­ ljós kemur að trúlausa biskupsefnið er í­ ofanálag sósí­alisti gefst ráðherra endanlega upp og endar á að ráða óvænt þriðja aðila – sem hafði unnið það afrek að semja um lausn breskrar kennslukonu sem handtekin hafði verið með ginflösku í­ furstadæmi við Persaflóa.

Nýi erkibiskupinn af Kantaraborg reynist því­ gjörsamlega áhugalaus um kristindóm eða prestsstörf – en þeim mun meiri sérfræðingur í­ sögu og menningu miðausturlanda og raunar talinn orðinn hálfgerður múslimi.

– Nei, það er engin ástæða að vera hissa…

s