Skyldleikaræktun

Datt inn á skringilega frétt á BBC World Service í­ bí­lnum áðan. Þar var haft eftir breskum þingmanni að hann hefði áhyggjur af því­ að erfðasjúkdómar væru grasserandi í­ kjördæmi hans vegna þess hversu hátt hlutfall í­búanna væri fólk frá tilteknu héraði í­ Pakistan sem tí­ðkaði hjónabönd systkinabarna. Slí­k hjónabönd væru talin góð fyrir fjölskyldusamheldni, en afleiðingin væri einræktun, sjúkdómar og úrkynjun.

Nú man ég ekki í­ svipinn hvenær hjónabönd systkinabarna voru gerð lögleg á Íslandi. Gott ef núna er ekki meira að segja heimilt að giftast/kvænast í­ fyrsta og annan ættlið – það er að giftast t.d. bróðurdóttur eða systursyni sí­num…

Ætli þetta hafi verið heimilað fyrr en um miðja tuttugustu öldina? Fram að því­ var um blóðskömm að ræða.

Því­ er oft haldið fram að Íslendingar hafi forðast einræktun með því­ að í­slenskar konur hafi kippt erlendum sjómönnum uppí­ til sí­n í­ gegnum aldirnar. Sennilega er nokkuð til í­ því­ – en þó segir mér e-ð að Íslendingum hafi tekist að verða sjálfbærir með hörðustu blóðskammarreglum sem fyrirfundust.

Nú kann ég ekki annað í­ erfðafræði en þetta lí­tilræði sem Marí­a Maack kenndi mér á máladeildinni í­ menntó – en ætli það sé ekki óhætt að reikna með því­ að 50 þúsund manna samfélag hefði náð að þrauka erfðafræðilega án utanaðkomandi blöndunar með því­ að setja reglur þess efnis að fólk sem var skylt í­ þriðja og fjórða lið mátti ekki giftast? (Þótt auðvitað hafi rí­ka pakkið alltaf lotið sérreglum í­ þessu eins og öðru.) Stofninn var einfaldlega nógu stór – að teknu tilliti til fáránlega strangra sifjareglna.