Besta Moggafrétt allra tíma!

Besta Moggafrétt fyrr og sí­ðar er fundin – hún birtist í­ blaðinu miðvikudaginn 21. mars árið 1951:

Leiðigjarnt fólk spillir útvarpsþætti

Á gærkvöldi ætlaði Pjetur Pjetursson þulur, að taka upp í­ útvarpsþátt sinn: Sitt af hverju tagi, nýjan spurningaþátt, sem erlendis á miklum vinsældum að fagna enda bráðsnjall. – Svo virðist sem þessi nýi þáttur hafi verið kæfður í­ fæðingunni, og er það sannarlega mjög miður, – sf svo skyldi verða.

Þátturinn er í­ því­ fólginn, að lögð er fyrir útvarpshlustendur spurning, en sí­ðan slegið upp af handahófi í­ sí­maskrá og hringt og sá sem fyrir svörum verður á að svara spurningunni. Þessu er öllu útvarpað.

Leiðigjarnt fólk í­ þessum bæ gat ekki á sjer setið og var stöðugt að hringja og reyna að segja ljelega brandara og pexa og viðhafði það alskonar ókurteisi, sjálfu sjer til skammar, en hlustendum til hinna mestu leiðinda.

Vera má að takast mætti að hafa þennan þátt og vera þá með sí­mann, sem notaður yrði, á leyninúmari. Þetta ætti Pjetur Pjetursson að athuga, því­ almenningur getur vafalaust haft góða skemmtun af þessu nýnæmi.

Ég er búinn að skemmta mér yfir þessari frétt frá því­ í­ gærkvöldi.