Draumaúrslitaleikur

Jæja, Ví­kingarnir sprungu á limminu og úrslitaleikurinn verður Valur:Fram.
Auðvitað hefði verið krúttlegt ef gömlu systrafélögin Fram og Ví­kingur hefðu mæst á hundrað ára afmæli sí­nu í­ Höllinni – en það hefði ekki verið „alvöru“ úrslitaleikur.

Eins og staðan er í­ handboltanum í­ dag, er mér til efs að önnur lið en Fram og Valur geti fyllt Laugardalshöllina. Og ekki munu menn spara upprifjanirnar á frægasta bikarúrslitaleik seinni tí­ma – sem lauk ekki fyrr en í­ dómssölum.

Þá er bara að vona að liðið haldi sí­nu striki og nái góðum úrslitum í­ Rúmení­u um helgina. Ekkert að því­ að fá smá Evrópuævintýri.

# # # # # # # # # # # # #

Nú keppast menn við að rifja upp afsögn Þórólfs írnasonar.

Enn er enginn þó farinn að rifja upp mál Hrannars B. Arnarsonar (og að sumu leyti Helga Hjörvars) nokkru fyrr. Ætli Vilhjálmur hafi tjáð sig um það á sí­num tí­ma?

# # # # # # # # # # # # #

Skoðaði í­ dag loftmynd af Miklatúni. Þetta er merkilegur garður og furðanlega illa nýttur. T.d. er þarna malarvöllur sem varla sést nokkur hræða á. írétta gamla hugmynd um að þarna verði útbúinn lí­till gervigrasvöllur. Hann gæti t.d. nýst nálægum skólum að deginum til og almenningi á sumrin og um helgar. Völlurinn er langt frá næstu húsum svo það yrði sáralí­til truflun af honum – en notkunin eflaust mikil.

# # # # # # # # # # # # #

Á morgun er sí­ðasti kennslutí­minn minn í­ Ví­sindasögunámskeiðinu. Efni dagsins er Galí­leó. Ég er eiginlega hálfsvekktur yfir að hafa tekið að mér svona litla kennslu að þessu sinni. – Mér fannst ég vera búinn að missa áhugann, en hópurinn núna er skemmtilegur og áhugasamur. Ætli ég slái ekki bara til aftur á næsta ári?