Skemmtilegasti frambjóðandinn í prófkjörum stóru flokkanna fyrir bandarísku forsetakosningarnar var vitaskuld Repúblikaninn Ron Paul.
Á vikunni bárust þær fregnir að Ron Paul hafi unnið prófkjörið í Texas og verði því enn á ný frambjóðandi Repúblikana í þingkosningunum þar. Það þýðir að hann á allar líkur á að sitja áfram á Bandaríkjaþingi næstu misserin.
Þar mun hann væntanlega halda áfram að standa í lappirnar, stundum einn manna, eins og þessari atkvæðagreiðslu.