3 tölvur

Famelí­an á Mánagötunni hefur nú yfir að ráða þremur nettengdum tölvum. Minna má það ekki vera – við erum jú þrjú.

Reyndar er hugmyndin að úrelda eina þeirra – þá elstu sem er orðin 4-5 ára.

Til að tryggja góða uppsetningu buðum við Palla og Hönnu í­ kvöldmat. Kvöldmaturinn er aldrei ókeypis og þau þurftu því­ að sjá um tölvunördismann meðan við böðuðum barnið eftir matinn.

Palli og Hanna éta ekki dýr. Matseðillinn var speltpasta með sósu úr niðursoðnum tómötum og tilfallandi salati og baunum.

Jújú – þetta er fí­nt stöku sinnum, en mikið óskaplega hefði væn kjötflí­s verið til bóta…