Ólympíu-sniðgöngur

Nú eru einhverjir stjórnmálamenn í­ Evrópu farnir að kalla eftir því­ að þjóðir heims sniðgangi Ólympí­uleikana í­ Kí­na. Það mun ekki ganga eftir.

Fjórar meiriháttar tilraunir hafa verið gerðar til að tala fyrir „hóp-skrópi“ á ÓL. Fyrst var það 1956, til að mótmæla þátttöku Sovétmanna svo skömmu eftir innrásina í­ Ungverjaland. Sviss, Holland og Franco-stjórnin á Spáni urðu við kallinu – aðrir ekki. Sú hugmynd virðist ekki einu sinni hafa hvarflað að Íslendingum að hætta við að senda Vilhjálm Einarsson til Melbourne vegna þessa.

1968 voru Ólympí­uleikar í­ Mexí­kóborg. Skömmu fyrir leikana slátruðu stjórnvöld í­ Mexí­kó stúdentum, en enginn kippti sér sérstaklega upp við það. Reyndar virðast Mexí­kóar hafa gert stúdentadráp að fastri hefð í­ aðdraganda stórra í­þróttamóta þar í­ landi.

ítta árum sí­ðar, í­ Montreal 1976 kom hins vegar til fjöldasniðgöngu. Flest rí­ki Afrí­ku sunnan Sahara drógu sig úr keppni til að mótmæla þátttöku Nýsjálendinga, sem höfðu skömmu áður rofið samskiptabann við hví­tu minnihlutastjórnina í­ Suður-Afrí­ku. Afrí­kuþjóðir höfðu svo sem ekki rakað til sí­n verðlaunum á ÓL fram að þessu, en margt benti þó til að þær hefðu komið sterkar til leiks ´76. Á það minnsta náðu þær ágætum árangri fjórum árum sí­ðar.

1980 voru ÓL í­ Moskvu og Carter-stjórnin hóf fyrir því­ mikinn áróður að rí­ki heims sætu heima vegna innrásar Sovétmanna í­ Afganistan. Nokkrir tugir landa hlýddu kallinu – en það blekkir þó að stór hluti þeirra voru smárí­ki sem ólí­klegt má telja að hefðu tekið þátt hvort sem er. Nær öll bestu í­þróttalönd Vestur-Evrópu tóku þátt, s.s. Bretar, Frakkar, ítalir, Sví­ar og Spánverjar. ístralir voru sömuleiðis með.

Raunar væri fljótlegra að telja upp þau „alvöru“ í­þróttalönd sem sátu heima 1980. Það voru Bandarí­kin, Vestur-Þýskaland og Japan. Það voru einu rí­kin sem náðu að vinna meira en ein gullverðlaun á ÓL 1976 sem ekki tóku þátt fjórum árum sí­ðar.

Mig minnir að Mogginn og nokkrir forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafi talað fyrir því­ að Ísland tæki ekki þátt á þessum leikum, en í­þróttahreyfingin var gallhörð á móti öllum slí­kum hugmyndum.

Fjórum árum sí­ðar hefndu Sovétmenn sí­n með því­ að beita sér fyrir því­ að rí­ki austurblokkarinnar tækju ekki þátt á ÓL í­ Los Angeles. ítyllan var „hatursáróður gegn kommúní­sku rí­kjunum af hálfu Bandarí­kjastjórnar“.

Þótt tiltölulega fá rí­ki tækju þátt í­ þessum aðgerðum, voru í­þróttalegu afleiðingarnar miklu meiri en verið hafði fjórum árum fyrr. Sovétrí­kin og Austur-Þýskaland sátu heima – en þessi lönd fengu flest og næstflest verðlaun á ÓL 1976, 1980 og 1988.

Ef litið er til ÓL 1976 sést að sex af tí­u verðlaunahæstu þjóðunum á þeim leikum tóku ekki þátt 1984. Og á listanum 1988 eru fjórar af sjö efstu þjóðunum. Enda urðu ÓL í­ Los Angeles til þess að yfirvöld í­þróttamála í­ heiminum komust að þeirri niðurstöðu að við þetta yrði ekki lengur unað og gengust undir mikla svardaga þess efnis að eftirleiðis yrðu pólití­skar deilur ekki látnar blandast við í­þróttasamskipti á þennan hátt. Þess vegna hef ég enga trú á að neinar öflugar í­þróttaþjóðir muni sitja heima í­ sumar, nánast óháð því­ hverju fram vindur í­ Kí­na.