Þá er ég loksins búinn að lesa Múhameðsgreinina í Sögunni allri. Á öllum þrætunum um myndskreytingarnar virðast allir hafa gleymt að fjalla um greinina sjálfa.
Hún er svo sem ágæt, einkum fyrri helmingurinn. En eitt truflar mig við lesturinn (og það sama gildir um ansi margar greinar í Sögunni allri) – að það er eiginlega ómögulegt að finna út hver höfundurinn sé. Er þetta þýdd grein? Er hún eftir Illuga sjálfan eða einhvern starfsmann hans? Það er afleitt að hafa ekki þessar upplýsingar.
# # # # # # # # # # # # #
Mægðurnar eru staddar fyrir austan. Nú skal unnið af kappi alla páskahelgina!