Kínverska ríkissjónvarpið klippti víst á útsendinguna frá tendrun Ólympíueldsins eftir að mótmælendur reyndu að vekja athygli á málefnum Tíbets.
Þetta rifjar upp frægt atriði úr breskri sjónvarpssögu þegar BBC klippti á útsendingu skemmtiþáttar 1988, þegar The Pogues var að flytja lagið Streets of Sorrow – sem rennur saman við annað lag: Birmingham Six.
Á því tilviki tókst BBC óvart að vekja miklu meiri athygli á hinum pólitíska boðskap heldur en ef lagið hefði fengið að hljóma ótruflað. Ætli sú sé ekki ansi oft raunin?
En lagið má sjá hér – flutt á tónleikum löngu síðar.
Getur verið að lagið sé enn á bannlista í Bretlandi?