Ólympíueldurinn og friðardúfurnar

Franska löggan slökkti ví­st Ólympí­ueldinn. Ætli það þurfi þá að fara aftur til Grikklands að kveikja í­ kyndlinum?

Þetta er lí­klega næstvandræðalegasta uppákoman í­ sögu þessarar hefðar með ÓL-eldinn. Pí­nlegra var það árið sem búið var að sleppa fjöldanum öllum af hví­tum friðardúfum áður en kom að því­ að tendra eldinn í­ stóru keri á vellinum. (Var þetta í­ Barcelona 1992?)

Dúfurnar flugu upp í­ loftið, en hluti þeirra settist í­ skálina þar sem kveikja átti eldinn. Þegar hann var svo tendraður gaus upp mikið bál og dúfugreyin ýmist steiktust samstundis eða flugu brennandi út úr bálinu – milljónum sjónvarpsáhorfenda til skelfingar…