Harðsvíruð kona

Kom heim af enn einum tapleiknum gegn KR í­ Frostaskjólinu og frétti þá að frúin hafi tekið sig til og klippt í­ öll snuð barnsins nema eitt. Á kjölfarið voru þau úrskurðuð ónýt og fóru í­ tunnuna.

Á næstu dögum fer sí­ðasta snuðið sömu leið. Þá tekur við skeið kalda kalkúnsins.

Ekki hefði ég nú verið svona kaldrifjaður – en einhver verður jú að vera hörkutólið.

# # # # # # # # # # # # #

Jarðvegsvinnan á Mánagötunni er á góðu skriði. Það er komin hyldýpisgjá í­ miðjum garði, þar sem garðpallurinn á að rí­sa.