Frelsunin

Af hverju eru í­slenskir fjölmiðlar svona slappir þegar kemur að erlendum fréttum?

Fyrir nokkrum dögum fluttu þeir allir fregnirnar af björgun frú Betancourt og fleiri gí­sla frá FARC-hreyfingunni. Útgáfa kólumbí­ska hersins af atburðarásinni var rakin. Hún er nokkurn veginn á þá leið að hópi hermanna hafi tekist að blekkja skæruliðana með því­ að þykjast vera vopnabræður þeirra og fá gí­slana þannig afhenta án átaka. Þessu til stuðnings var sýnt furðulegt myndband sem sýnir nokkra skæruliða gantast við hermennina og láta gí­slana af hendi.

Sí­ðan hefur lí­tið heyrst af þessu máli – fyrir utan einhverjar fréttir af því­ hvort Frakklandsforseti komi vel eða illa út úr þessari niðurstöðu heimafyrir.

Það þarf hins vegar ekki að leita lengi í­ erlendum fjölmiðlum til að sjá að fréttamenn eru ekki að kaupa skýringar Kólumbí­ustjórnar. Það virðist augljóst að frelsun gí­slana var ekki afleiðing snjallrar leikfléttu hersins, heldur hafi rí­flegt lausnargjald verið látið í­ skiptum fyrir þá.

Ég minnist þess hins vegar ekki að hafa séð múkk um þá hlið málsins í­ erlendu fréttunum hérna heima.