Þættirnir sem RÚV hefur verið að bjóða uppá um sögu rokksins eru að sumu leyti áhugaverðir og skemmtilegir. Það hafa a.m.k. verið tekin ókjörin öll af viðtölum við tónlistarfólk og gamalt efni grafið upp.
Það er þó hvimleitt hversu rík markhyggja einkennir þessa þætti. Svo virðist sem hver tónlistarstefna og allar þær hljómsveitir sem undir hana falla, hafi þann eina tilgang að ryðja brautina fyrir eina tiltekna sveit eða jafnvel bara eitt lag.
Þannig virðist eini tilgangur Pixies í sögunni hafa verið að hjálpa Nirvana að búa til eina bassalínu. Og bandaríska neðanjarðarsenan virðist í raun aðeins hafa verið upptaktur af einu angurværu REM-lagi.
Á gær kom líka í ljós að Smiths komu fram með það helsta markmið að Franz Ferdinand gæti selt unglingum jafnt sem foreldrum þeirra plötur.
# # # # # # # # # # # # #
Næst þegar einhverri auglýsingastofunni dettur í hug að byggja upp markaðsherferð með „fyndinni“ pönkhljómsveit – þá er ég alvarlega að íhuga að mæta niðreftir og rispa bílana þeirra.