Jæja, þrjátíu mínusstig skulu það vera hjá Luton í vetur. Ég er í rusli.
Mbl.is segir frá þessu núna, en fréttin er ónákvæm. Þarna segir: „Luton áfrýjaði úrskurði knattspyrnusambandsins um að það fengi 10 mínusstig fyrir fjármálaóreyði, en tapaði málinu. Þessari sekt var skellt á liði á dögunum þegar kom í ljós að það hafði greitt umboðsmanni í gengum þriðja aðila í stað þess að nota peningana til að greiða ógreidda reikninga.“
Hið rétta er að þetta hefur ekkert að gera með ógreidda reikninga. Stigafrádrátturinn er vegna þess að greiðslur til umboðsmanna voru greiddar af reikningi eignarhaldsfélagsins sem átti félagið á þeim tíma – en ekki af reikningi knattspyrnufélagsins sjálfs. Það var nú allur glæpurinn.