Leiktímarnir

Það eru örfáir dagar í­ Ólympí­uleika, en RÚV hefur enn ekki haft fyrir því­ að setja upp vefsvæði með dagskrá sinni. Ég hef ekki einu sinni séð tilkynningu um hvenær leikirnir með handboltalandsliðinu verða.

Minnugur afleitra útsendingartí­ma frá Seoul 1988, fór ég á sí­ðu leikanna til að reyna að grafast fyrir um þetta sjálfur. Að því­ gefnu að tí­mamismunurinn sé ní­u klukkustundir sýnist mér þetta vera e-ð á þessa leið í­ í­slenskum tí­mum:

i) Ísland-Rússland, 10. ágúst kl. 19:45

ii) Ísland-Þýskaland, 13.ágúst kl. 5:45

iii) Ísland-Suður Kórea, 14.ágúst kl. 23:00

iv) Ísland-Danmörk, 17.ágúst kl. 5:45

v) Ísland-Egyptaland, 18.ágúst kl. 18:00

Þetta er nú alls ekki svo slæmt. Skikkanlegir kvöldleikir – og svo er bara að rí­fa sig upp snemma tvo morgna. Nefndi einhver bronsverðlaun…?

LEIíRÉTTING!

Mér er bent á að Kí­nverjar séu ekki með sumartí­ma. Það er því­ lí­klega rétt að draga einn klukkutí­ma af framangreindu. Fyrstu leikirnir eru þá að byrja 4:45, sem er óstuð.