Það eru örfáir dagar í Ólympíuleika, en RÚV hefur enn ekki haft fyrir því að setja upp vefsvæði með dagskrá sinni. Ég hef ekki einu sinni séð tilkynningu um hvenær leikirnir með handboltalandsliðinu verða.
Minnugur afleitra útsendingartíma frá Seoul 1988, fór ég á síðu leikanna til að reyna að grafast fyrir um þetta sjálfur. Að því gefnu að tímamismunurinn sé níu klukkustundir sýnist mér þetta vera e-ð á þessa leið í íslenskum tímum:
i) Ísland-Rússland, 10. ágúst kl. 19:45
ii) Ísland-Þýskaland, 13.ágúst kl. 5:45
iii) Ísland-Suður Kórea, 14.ágúst kl. 23:00
iv) Ísland-Danmörk, 17.ágúst kl. 5:45
v) Ísland-Egyptaland, 18.ágúst kl. 18:00
Þetta er nú alls ekki svo slæmt. Skikkanlegir kvöldleikir – og svo er bara að rífa sig upp snemma tvo morgna. Nefndi einhver bronsverðlaun…?
LEIíRÉTTING!
Mér er bent á að Kínverjar séu ekki með sumartíma. Það er því líklega rétt að draga einn klukkutíma af framangreindu. Fyrstu leikirnir eru þá að byrja 4:45, sem er óstuð.