Alvöru smáþjóðaleikar

Af hverju fór þetta óopinbera heimsmeistaramót alveg framhjá manni? Norðurbandalagið hans Bossi er amk að gera góða hluti á knattspyrnuvellinum – og kvennalið Sama getur borið höfuðið hátt.

2006 fór mótið fram í­ Okkitaní­u. Þá unnu Samar, en keppnin galt fyrir að enskumælandi þjóðarbrotið í­ Kamerún hætti á sí­ðustu stundu við þátttöku.

Annars er þetta svalasta álfusamband sem ég hef heyrt um. Meðal aðildarlanda er Martin Garcia-eyja, sem telur um 150 í­búa. Það er vel af sér vikið að tefla fram landsliði úr þeim hópi.