Færeyingar og göng

Færeyska rí­kisstjórnin er ví­st sprungin – vegna deilna um jarðgöng til Sandeyjar.

Það verður ekki tekið af Færeyingum að þegar kemur að jarðgöngum, eru þeir metnaðarfullir.

Þar í­ landi er starfrækt félag sem berst fyrir Skálafjarðargöngum. Þau myndu tengja Straumey og Austurey (sem þegar eru í­ vegasambandi) – bara sunnar en nú er.

Alveg óháð spurningunni um hvort göngin séu brýn, þá er ekki hægt annað en að dást að hugkvæmninni. Kort af fyrirhugaðri legu má sjá hér. En aðalbjútí­ið er þó hugmyndin um hringtorgið – sem hlyti að verða fyrsta neðansjávarhringtorg í­ heimi…