Líkamsdagatalið

Oft er talað um lí­kamsklukku kvenna – og nýjustu rannsóknir segja ví­st að karlar hafi lí­ka tifandi lí­kamsklukku þegar kemur að barneignum.

Ég er hins vegar með lí­kamsdagatal. Það virkar á þann hátt að þá daga sem ég spila fótbolta, byrjar skrokkurinn að senda frá sér viðvörunarmerki strax að morgni.

Þannig finn ég til í­ öðru hnénu og ökklanum frá því­ að ég vakna á þriðjudögum og fram að fótbolta um kvöldið. Þegar komið er í­ skóna og stuttbuxurnar gefst skrokkurinn hins vegar upp á að hafa vit fyrir mér og er nokkurn veginn til friðs eftir það. Viku seinna endurtekur þetta ferli sig svo.

Mannslí­kaminn er svo sannarlega mögnuð vél. (Ég er viss um að mogabloggstrúarnöttarinn sem hafnar þróunarkenningunni gæti notað þessa sögu sem sönnun fyrir vitsmunahönnun…)

# # # # # # # # # # # # #

Allir góðir menn mæta á kertafleytinguna á Reykajví­kurtjörn kl. 22:30 á morgun – miðvikudagskvöld. Og ekki orð um það meir.