Vistvæna eldsneytis-hæpið

Fyrir nokkrum misserum var ég beðinn um að vera dagskrárgerðarmanni frá BBC World Service innan handar. Umfjöllunarefni hans var „vetnissamfélagið Ísland“.

Tildrögin voru þau að nokkrum árum áður hafði útvarpsstöðin gert þáttaröð um vistvæna orkugjafa og meðal annars fjallað í­tarlega um áform Íslendinga um stórfellda vetnisvæðingu. Að þessu sinni ákvað BBC hins vegar að snúa aftur og kanna hvað orðið hefði úr framkvæmdum.

Dagskrárgerðarmaðurinn var mikill Íslandsvinur og mjög spenntur fyrir umhverfismálum. Hins vegar fóru að renna á hann tvær grí­mur eftir nokkur viðtöl. Viðmælendurnir voru stórhuga og lýstu glæstri framtí­ð þar Íslendingar þyrftu ekki að flytja inn olí­u fyrir bí­la- og skipaflotann. Vandinn var hins vegar að þetta voru sömu ræðurnar og BBC hafði fengið að hlýða á þegar fyrra innslagið var gert. Þegar reynt var að ganga á menn um það hvað hefði í­ raun og veru gerst á þeim tí­ma sem liðinn var, varð fátt um svör. Jú – það var búið að fækka vetnisstrætóunum úr þremur í­ tvo.

Það er plagsiður hjá Íslendingum í­ orkumálum að tala drýgindalega um hluti sem eru mögulega framkvæmanlegir, án þess þó að neinar ákvarðanir hafi verið teknar.

Á þessu ljósi er lí­klega best að lesa færslu iðnaðarráðherra frá því­ um helgina.