Michael Phelps er augljóslega frábær íþróttamaður – en ef honum tekst að vinna átta gullverðlaun eins og að er stefnt, þá yrði það í mínum huga fyrst og fremst sönnun þess að sundgreinarnar séu of margar.
Frjálsíþróttamenn sem vinna í ólíkum greinum þurfa að vera ótrúlega fjölhæfir. Sundgreinarnar eru hins vegar keimlíkar og skipt niður í of margar vegalengdir.