Þegar dregið var í Lottó í fyrsta sinn sífraði ég í pabba og mömmu að kaupa miða – ég var viss um að famelían myndi vinna skrilljónir.Ef ég man rétt gekk vinningurinn ekki út fyrsta kvöldið. Fyrir vikið lagði ég þeim mun meiri áherslu á það að keyptur yrði miði viku síðar – enda tvöfaldur aðalvinningur og til enn meira að vinna. Þetta var látið eftir mér.Ég held að ég fari rétt með að í það skiptið hafi aðalvinningurinn gengið út – gott ef ekki til einstæðrar móður. Á öllum fréttum var sagt frá því að nú hefði svo sannarlega verðugur vinningshafi dottið í lukkupottinn.Þetta notaði pabbi sem átyllu til að kaupa ekki lottómiða þriðju vikuna. Hann sagðist einfaldlega ekki vilja taka sénsinn á að vinna og fá á sig stimpilinn að vera óverðugur vinningshafi.Gegn þessu hafði ég náttúrlega engin rök.Held að gömlu hafi ekki keypt aftur lottómiða – nema þá einhverjum árum síðar þegar Þóra systir fór að sífra á sömu nótum.Â