Einkavæddur ruslakarl

24 stundir fluttu af því­ fregnir að Reykjaví­k ætlaði að einkavæða sorphirðuna.Ænei – ég hefði ekki átt að skrifa einkavæða – nú mun einhver hægrigúbbinn skamma mig fyrir að gera ekki greinarmun á einkavæðingu og einkarekstri… Jæja, það verður að hafa það…Nema hvað – ég var einu sinni einkavæddur/einkarekinn ruslakarl. Það var sumarið eftir stúdentinn. Ég vann hjá sorphirðufyrirtæki sem sá um Seltjarnarnes, ílftanes, Mosfellsbæ og Garðabæ.Þetta var hellingspuð, en hafði þann kost að vinnutí­minn var stuttur og þótt ég tæki lúr eftir vinnudaginn þá var ég samt búinn nógu snemma til að geta sinnt allskyns öðrum verkefnum.Við einkavæddu ruslakarlarnir fengum lí­klega aðeins meira í­ veskið en borgarstarfsmennirnir, kollegar okkar í­ Reykjaví­k. Við unnum lí­ka aðeins skemmri vinnuviku.Mórallinn á vinnustaðnum var ekki góður. Starfsmannaveltan var fáránlega mikil – enda réð sig enginn til starfa þarna með það fyrir augum að vera lengur en í­ nokkra mánuði. Þeir sem höfðu unnið hjá fyrirtækinu í­ 3-4 ár voru jaxlar. Hjá borginni unnu menn í­ áratugi.Við afköstuðum miklu meiru en borgarstarfsmennirnir. Hver starfsmaður hjá okkur tók fleiri hús en starfsmaður hjá borginni. Og við erum ekki að tala um neinn smámun. Við afgreiddum þessi fjögur sveitarfélög á einum ruslabí­l og einum pallbí­l með 6 manna teymi. Það samsvarar því­ að Reykjaví­k væri þjónað með fimm ruslabí­lum, sem er fjarri lagi.En auðvitað voru þessi auknu afköst ekki tilkomin vegna þess að kennitala launagreiðandans væri einkafyrirtækis en ekki sveitarfélags. Þau skýrðust af því­ að við söfnuðum saman ruslapokum en ekki tunnum. Það þýddi að við vorum margfalt fljótari að hirða ruslið en ella. En jafnframt hafði það í­ för með sér að í­búarnir þurftu að hafa meira fyrir hlutunum og sóðaskapurinn sem okkur fylgdi var meiri. Þannig söfnuðum við ruslapokunum saman á götuhornum með reglulegu millibili. Ef ruslapokar láku, þá mynduðust daunillir pollar á þeim stöðum.Það er eflaust hægðarleikur að reikna sig upp í­ mikinn hagnað af því­ að bjóða út sorphirðuna í­ borginni – og slí­k útvistun kann vel að eiga rétt á sér. En menn verða jafnframt að gæta sí­n á því­ að bera ekki saman epli og appelsí­nur. Það er ekki hægt að fá Reykjaví­kur-þjónustu fyrir Garðabæjar-verð…Â