Matthías og Alþýðubandalagið

Fyrstu viðbrögð við nýjustu dagbókarfærslum Matthí­asar Johannessen snerust einkum um réttmæti þess að endursegja efni trúnaðarsamtala.

Nú þegar sá hvellur má heita afstaðinn og menn gefa sér tí­ma til að velta fyrir sér efni þeirra, er eitt og annað sem vekur athygli. ímsir gamlir félagar úr Alþýðubandalaginu eru furðu lostnir yfir tilhugsuninni um að Svavar Gestsson kunni hafa gert ritstjóra Moggans að trúnaðarvini í­ pólití­skum hrellingum. Sjálfur er ég meira undrandi á því­ hversu illa Matthí­as virðist hafa verið að sér um málefni Abl.

Vangavelturnar sem fram koma í­ dagbókum Matthí­asar og hafðar eru eftir Svavari eru nefnilega svo órökréttar að ekki er hægt að skýra þær með öðru en misskilningi ritstjórans.

Samkvæmt þessari frásögn var Svavar á þeim buxunum vorið 1998 að bjóða fram Alþýðubandalagið í­ kosningunum árið eftir – þrátt fyrir að stofnað yrði til Samfylkingarinnar (sem þá hafði ekki hlotið þetta nafn). Jafnvel gæti orðið um kosningabandalag að ræða. Þessar hugleiðingar minna helst á borgarstjórnarkosningarnar 1990 þar sem ABR stóð að G-lista Alþýðubandalagsins, þótt Alþýðubandalagsfélagið Birting væri aðili að Nýjum vettvangi.

Ég leyfi mér að fullyrða að enginn í­ Alþýðubandalaginu gerði sér slí­kar grillur vorið 1998 og skiptir þar engu hvort menn voru hlynntir eða andsnúnir sameiginlegu framboði. Á hugum manna voru þrjár færar leiðir:

i) Að Alþýðubandalagið héldist saman og drægi sig út úr samstarfinu sem þar með myndi renna út í­ sandinn eða breytast í­ bandalag flokka sem létu nægja að lofa að starfa saman eftir kosningar. Afar fáir höfðu trú á að þetta væri raunhæfur kostur.

ii) Að Alþýðubandalagið héldist saman að langmestu leyti og rynni inn í­ sameiginlega framboðið. Vorið 1998 töldu margir þetta bæði framkvæmanlegt og æskilegt, þar á meðal ég sjálfur.

iii) Að Alþýðubandalagið færi inn í­ sameiginlega framboðið, en myndi klofna við það og til yrði nýr flokkur. Vorið 1998 taldi meirihluti Alþýðubandalagsmanna þessa niðurstöðu óhjákvæmilega og æskilega – hvort heldur sem viðkomandi voru hlynntir eða andví­gir sameiginlega framboðinu.

Þetta voru kostirnir þrí­r í­ hugum Allaballa í­ aprí­l 1998, þegar Svavar á að hafa farið á trúnó hjá Matthí­asi. Aðrir möguleikar voru ekki taldir koma til greina. Ég trúi því­ þess vegna ekki að Svavar hafi verið með einhverjar grillur í­ kollinum um að Alþýðubandalagsframboð væri mögulegt samhliða einhverskonar Samfylkingarframboði. Slí­kt var aldrei í­ spilunum og það hlýtur gamli refurinn að hafa vitað.