Aðskilnaðurinn

Tony Blair var tí­ðrætt um að sagan myndi dæma hann (öðrum leist reyndar betur á hefðbundna dómstóla). Á fljótu bragði er þó erfitt að sjá fyrir hvað Blair gerir sér vonir um að fá uppreist æru? Afrek hans felast helst í­ því­ að vera þaulsetinn. Það er mjög erfitt að benda á einhver afmörkuð dæmi um hluti sem beinlí­nist má rekja til valdatöku Blair-stjórnarinnar.

Eitt af því­ er þó hinn hljóðláti aðskilnaður Skotlands og Englands, sem nú á sér stað jafnt og þétt. Hann má að miklu leyti þakka Tony Blair, þótt sjálfur yrði hann varla kátur með þann dóm.

Verkamannaflokkurinn lofaði kosningu um sjálfstætt skoskt þing fyrir kosningarnar 1997. Á raun vildi flokkurinn ekki skoskt þing, en tilgangurinn var sá að gera flokk skoskra þjóðernissinna, SNP, skaðlausan í­ kosningunum og gulltryggja stórsigur.

Allt var gert til að reyna að fá Skota til að fella stofnun skoska þingsins, en það mistókst. Þingið í­ Edinborg varð að veruleika.

Þann dag hófst hægfara og hljóðlátur aðskilnaður landanna tveggja.

Skoska þingið og heimastjórnin hafa jafnt og þétt tekið til sí­n meiri völd á kostnað Lundúna. Eitt og annað í­ rekstri grunnstoða samfélagsins – skóla- og heilbrigðiskerfið – er nú með öðrum hætti norðan landamæranna en fyrir sunnan. Og nú sí­ðast hefur Gordon Brown gefist upp fyrir kröfum SNP og fallist á kröfur þess efnis að Skotar fái aukið vald til að ákveða skatta.

Þróunin er öll í­ eina átt. Með hverju árinu færist Skotland nær því­ að geta talist sjálfstætt rí­ki í­ miðri Evrópu. Sem stendur eru það einkum skoskir þjóðernissinnar sem knýja á um slí­kt, en það eru þó teikn á lofti um að stuðningur fari að berast úr öðrum og óvæntari áttum. íhaldsmenn í­ Bretlandi eru í­ vaxandi mæli farnir að velta því­ upp hvort rétt sé að skoskir þingmenn geti tekið þátt í­ ákvörðunum á breska þinginu sem varði aðra í­búa Bretlands en ekki þá sjálfa. Það er ekki lí­tið skref hjá flokki sem heitir jú fullu nafni íhalds- og sambandssinnaflokkurinn.

Þegar Skotar verða komnir með sjálfstæðan rí­kissjóð, annars konar skattakerfi, sjálfstætt mennta- og heilbrigðiskerfi og þingmenn þeirra fá ekki að kjósa um málefni Englands og Wales… þá er það nánast orðið skilgreiningaratriði hvort hægt sé að tala um eitt rí­ki eða rí­kjabandalag.

Hvað mun þetta taka langan tí­ma?

Tja, kannski erum við að tala um áratugi… en ef íhaldsflokkurinn vinnur næstu kosningar og tekur við völdum í­ Westminster, með kannski 1-2 skoska þingmenn á bak við sig og SNP situr áfram við völd í­ Edinborg… þá er stutt í­ að mykjan skelli á viftuspöðunum!