Nýjasti liðsmaðurinn

Það var stór dagur í­ dag. Ólí­na mætti í­ fyrsta tí­mann í­ íþróttaskóla Fram og gat tilkynnt afa sí­num seinna um daginn að hún væri orðin Framari. Hún var hæstánægð með æfinguna og var strax búin að má út minninguna um eitt og annað – s.s. þegar hún fór að háskæla yfir að vera klukkuð í­ stórfiskaleik.

Þar með geta tveir af þremur fjölskyldumeðlimum á Mánagötunni státað af því­ að hafa æft í­þróttir með Fram. Sá þriðji sat hins vegar blautur og hrakinn í­ stúkunni á Kópavogsvelli seinnipartinn og horfði á ömurlegan tapleik.

# # # # # # # # # # # # #

Luton vann Aldershot 3:1. Sigurinn var ví­st ósanngjarn. Staðan var jöfn fram á 89.mí­nútu, þegar við skoruðum tvö mörk undir lokin gegn gangi leiksins. En það er sama hvaðan gott kemur.

Leikurinn tafðist um 10 mí­nútur, þegar einn okkar manna negldi boltanum í­ þakið á stúkunni með þeim afleiðingum að einhver biti losnaði og stoppa þurfti leik á meðan hann var fjarlægður. Góð ví­sbending um ð völlurinn sé kominn á sí­ðasta snúning…

En fyrir vikið erum við komnir upp í­ mí­nus 20 stig (byrjuðum með mí­nus þrjátí­u). Neðstu liðin sem ekki byrjuðu með stigafrádrátt eru Barnet og Grimsby, með eitt og tvö stig – svo bilið minnkar stöðugt.

Hin afleita byrjun Barnet vekur hins vegar enn frekari spurningar um réttmæti dómstólsins sem úrskurðaði okkur, Rotherham og Bournemouth til refsingar. Stjórnarformaður Barnet átti nefnilega sæti í­ úrskurðarnefndinni. Raunar tók nefndin fram í­ úrskurði sí­num að stjórnarformaðurinn hafi vakið máls á mögulegu vanhæfi sí­nu, en ákveðið hafi verið að það skipti engu máli.

Skiptir ekki máli? Stjórnarformaður lélegasta liðsins í­ deildinni (þar sem tvö lið falla) kemur að því­ að taka ákvörðun um að refsa þremur öðrum liðum með því­ að draga af þeim stig. Hvernig getur það EKKI falið í­ sér hagsmunaárekstra?

Fyrsta ósk okkar Luton-manna er að bjarga okkur frá falli. Önnur óskin er sú að Barnet fari niður…