Sem unglingur vann ég í tvö sumur sem handlangari í byggingarvinnu. Launin voru greidd inná reikning í Íslandsbanka.
Einhversstaðar heima liggur bankabókin – held að það séu 800 krónur inná reikningnum í Glitni Suðurlandsbraut.
Spurning hvort maður eigi núna að grafa hana upp og standa fyrir utan útibúið þegar það opnar til að ná í peningana?
…eða er kannski eðlilegra að líta á þetta sem mitt framlag til kapítalismans?