Hvað ef…?

Vinsæl tómstundaiðja sagnfræðinga er að velta fyrir sér spurningunni: Hvað ef…?

Hvað ef… Gandhi hefði tekist að halda Pakistan og Indlandi saman sem einu rí­ki?

Hvað ef… Bandarí­kjastjórn hefði tekið á móti Kastró þegar hann reyndi að ná tali af leiðtogum þeirra eftir byltinguna og hún gefið grænt ljós á valdaskiptin?

Hvað ef… hrukkudýrin sem tóku við af Brésnjeff hefðu lifað í­ áratug en ekki í­ nokkra mánuði?

Hvað ef… Neil Kinnock hefði ekki verið á einkaflippi og tekist að vinna kosningarnar?

…þið skiljið plottið…

Jæja, í­ ljósi atburða sí­ðustu daga, þá er hér eitt í­slenskt dæmi til að spreyta sig á:

Hvað ef… núverandi meirihlutaflokkum borgarstjórnar Reykjaví­kur (með Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra klappandi á hliðarlí­nunni) HEFíI TEKIST ætlunarverk sitt að skuldbinda Orkuveitu Reykjaví­kur og Reykjaví­kurborg til að fara út í­ skrilljónafjárfestingu í­ þriðja heiminum ásamt þrotabúinu FL-Group og fallí­t-bankanum Glitni kortéri áður en lánsfjárkreppan skall á í­ heiminum?

Spurningin er: á skalanum 1 til 10 – í­ HVERSU djúpum skí­t værum við Reykví­kingar þá?