Spádómur

Umræðan um efnahagshrun Íslands virðist hverfast um það hvort hinn eða þessi hafi klúðrað öllu þennan eða hinn daginn í­ sí­ðustu viku með því­ að segja eitthvað, sleppa því­ að segja eitthvað, gera eitthvað eða gera það ekki…

Hér er spádómur:

Á ljósi þess hversu djúp þessi alþjóðlega efnahagskreppa virðist ætla að verða, þar sem gamalgrónar viðskiptastofnanir riða til falls – þá held ég að menn muni í­ framtí­ðinni komast að þeirri niðurstöðu að EKKERT það sem gert var eða ekki gert á árinu 2008 hefði getað bjargað í­slensku bönkunum.

Íslensku bankarnir voru einfaldlega of ungir, áhættusæknir, útblásnir og reynslulitlir til að eiga nokkurn séns í­ svona hamförum. Auðvitað hefðu ákvarðanir einstaklinga eða stjórnvalda getað seinkað eða flýtt fyrir krassinu og jafnvel haft einhver áhrif á höggið – en meginniðurstaðan hefði orðið sú sama.

Ég spái því­ að eftir 3-4 ár verði fólk almennt búið að komast að þessari niðurstöðu.

Með því­ er ég ekki að segja að enginn beri ábyrgð eða að rangt sé að leita að syndaselum. Þvert á móti – það var gert fullt af mistökum og rangar ákvarðanir teknar sem munu verða dýru verði keyptar…

…en þær ákvarðanir voru ekki teknar í­ september 2008, heldur fyrr.

Auðvitað er Daví­ð Oddsson einn höfuðpaurinn í­ þessu máli öllu. Hans ábyrgð er raunar einna stærst – en stóru mistökin hans felast ekki í­ aðgerðum eða aðgerðaleysi sí­ðstu 2-3 vikna, heldur þarf að fara lengra aftur.