Áfram Austurríki!

Á dag verður kosið milli þriggja rí­kja um tvö laus sæti EvrópuÂ í­ öryggisráði SÞ.

Eitt þessara framboða bera ef eins og gull af eir. Það er austurrí­ska framboðið.

Austurrí­kismenn hafa um árabil verið öflugir forví­gismenn í­ baráttunni gegn kjarnorkuvopnum á vettvangi SÞ. Þeir hafa flutt fjölda tillagna og vakið verðskuldaða athygli sem talsmenn friðar og afvopnunar á þessum vettvangi. Því­ miður hefur það verið upp og ofan hvort Nató-þjóðirnar Ísland og Tyrkland hafa greitt atkvæði með eða á móti slí­kum tillögum. Hjáseta er þó algengasta niðurstaðan.

Á afvopnunarmálum kýs Ísland nefnilega undantekningarlí­tið eins og lí­nan frá Nató segir til um.

Þess vegna vona ég innilega að Austurrí­ki slái okkur og Tyrkjum við á eftir.