Ekki mætti ég á Austurvöll í dag og get því ekki tekið þátt í umræðunum um það hvort fundarmenn voru fimmhundruð eða fjögurþúsund (sem mér skilst að séu lægstu og hæstu tölur). Reyndar hafði ég heyrt frá fólki sem þarna var að líklega lægi talan einhversstaðar í námunda við 2.000. Miðað við myndirnar í sjónvarpinu hefði ég sagt þúsund til fimmtánhundruð.En það er áhugavert að lesa bloggskrif um mótmælin. Margir láta sér vel líka. Aðrir amast við því að það sé óásættanlegt að mótmæla svona gegn einstaklingi.Það er þó óneitanlega kaldhæðnislegt að Davíð Oddsson skuli lenda í slíku. Sjálfur vildi hann jú meina að heil styrjöld – íraksstríðið – snerist um einn mann. Og þótt óhemjufjöldi almennra borgara léti lífið, þá væri þetta bara spurning um Saddam Hussein. Þeir sem voguðu sér að gagnrýna stríðið voru í hans huga sérstakir stuðningsmenn Saddams.Mér finnst því kostulegt að heyra verjendur DO mæla gegn því að mál séu persónugerð.Â