Sparsl

Hreiðurgerðin heldur áfram. Öll helgin fór í­ að sparsla, grunna, pússa og mála. Þetta er endalaust helví­ti…

Sýnist þó að þetta eigi eftir að verða bara helví­ti fí­nt þegar yfir lýkur.

# # # # # # # # # # # # #

Spændi mig í­ gegnum Hjarta Voltaires, bók sem kom út hjá Kiljuklúbbnum nýverið. Þetta reynist bara stórskemmtileg lesning. Bókin er er öll sett upp eins og afrit af tölvupóstssamskiptum. Hef rekist á nokkrar slí­kar bækur og alltaf lí­kað vel.

Bí­ð samt enn eftir að einhver rithöfundurinn hafi sig í­ að gefa út bók þar sem frásögnin væri borin upp af sms-skeytum. Er Mikael Torfason ekki á lausu?