Ef ég væri kona…

Það gæti haft ýmsa kosti að vera kona.

Ef ég væri kona, þá gæti ég t.d. verið fastur viðskiptavinur tí­skubúðarinnar Zik-Zak…

Og þá gæti ég núna hætt öllum viðskiptum mí­num við verslunina, til að refsa henni fyrir að láta framleiða og spila útvarpsauglýsingar með Elsu Lund – sem er lí­klega mest-óþolandi karakter sem Laddi hefur nokkru sinni skapað.

En því­ miður stendur maður varnarlaus gagnvart þessu helví­ti. Eina ráðið er að vera nógu snöggur að rí­fa útvarpstækið úr sambandi um leið og setningin „Guuuuð, stelpur… vitiði hvað ég var að heyra?“

Ef einhver tuskubúðin lætur sér detta í­ hug að framleiða auglýsingar með Grí­nverjanum – þá fer ég og kveiki í­ kofanum.