Skrambans!
Á dag ætlaði ég að halda fund á vegum SHA á ísafirði. Ég var með pantað flug á hádegi í gær, en síðan hefur öllu flugi verið frestað og skoðað aftur á klukkutíma fresti. Á eitt skiptið var meira að segja búið að tékka farangurinn um borð.
Þegar maður lendir í svona leiðindum, skilur maður ennþá betur pirring landsbyggðarfólks þegar það þarf að hlusta á umræður um málefni Reykjavíkurflugvallar á þeim nótum að sveitavargurinn sé bara með heimtufrekju og að flutningur innanlandsflugsins til Keflavíkur hefði bara óverulegt óhagræði í för með sér.