Sagnfræði ASÍ-forsetans

Gylfi Arnbjörnsson hefur gefið sér tí­ma til samanburðarrannsókna á sviði sagnfræði, þrátt fyrir að vera nýtekinn við annasömu embætti.

Nú hefur hann kveðið upp dóm þess efnis að staðan í­ efnahagsmálum hafi ekki verið alvarlegri sí­ðan í­ Móðuharðindunum.

Mér finnst að Gylfi hefði átt að birta lista sinn alveg til upphafs Íslandsbyggðar. Þá myndum við t.d. fá að vita hvar hrun bankakerfisins kemur út samanborið við t.d. stórubólu, svartadauða og verstu ófriðarár Sturlungaaldar.

En því­ miður nær þessi athugun ASí-forsetans aðeins aftur til loka átjándu aldar. Engu að sí­ður leiðir hún í­ ljós áhugavert stöðumat. Samkvæmt þessu mun bankakreppan leiða til verri hörmunga en:

* Napóleons-styrjaldirnar sem leiddu til þess að verslun við Ísland brast og svigrúm myndaðist fyrir valdarán Jörundar hundadagakonungs

* Öskjugosið 1875 sem olli miklum skepnufelli og kom af stað skriðu vesturferða

* Stóru hafí­sárin sem ollu stórfelldum aflabresti í­ fiskveiðum og spilltu heyfeng

* Togarasalan til Frakklands 1917, þegar útgerðarmenn seldu helming togaraflotans úr landi. Sú sala gerði um 1.500 Reykví­kinga atvinnulausa, svo að segja á einni nóttu

* Búfjársjúkdómar á borð við fjárkláðann og riðuveikina

* Lokaár fyrri heimsstyrjaldarinar þar sem saman fór stórfelldur vöru- og eldsneytisskortur, frostaveturinn mikli og Spænska veikin

* Lokun saltfisksmarkaðanna á Spáni í­ miðri heimskreppu og mæðiveikifaraldri í­ landbúnaðinum

* Sí­ldarhrunið á sjöunda áratugnum, sem kom á miðju niðurlægingartí­mabili togaraútgerðarinnar

Einhverjir hefðu freistast til að álykta sem svo að einhver framantalinna atburða hefði jafnast á við bankakreppuna að alvarleika – þó ekki væri nema Öskugosið 1875…

En það er þó fí­nt að fá þetta á hreint í­ eitt skipti fyrir öll.