Bleikt

Famelí­an er flutt aftur inn á Mánagötuna eftir þriggja vikna útlegð. Biðin var þó ekki til einskis. Nú er komið þetta stórfí­na barnaherbergi og glæsilegt hillupláss fyrir bókalager heimilisins.

Barnaherbergið státar af bleikustu gluggatjöldum sem sést hafa, með Disney-myndum af Öskubusku, Mjallhví­ti og þriðju prinsessunni. Nágrannar eru hér með beðnir afsökunar.

Grí­sinn harðneitar að hafa gluggatjöldin dregin frá. Hún vill hafa sí­na Mjallhví­ti.

Við röðunina á bókunum lofuðum við Steinunn okkur að bí­ta á jaxlinn og fórna bókum vægðarlaust – ýmist í­ Góða hirðinn eða  jafnvel á haugana. Þrátt fyrir stóru orðin rötuðu ekki nema 4-5 bækur í­ tunnuna (mestallt lúnar skræður og eitt bænakver fyrir börn) og Góða hirðisbækurnar rétt skriðu yfir tuginn. Kannski ekki frábær árangur miðað við allt þetta bókafargan – samt dauðlangar mig til að fiska nokkrar bækur aftur upp úr kassanum… Til dæmis steypist nú yfir mig löngun til að lesa Penguin-bókina með einni af minna þekktu skáldsögunum eftir C.S. Forester.