Óheppni

Þeir voru óheppnir ungliðarnir í­ Samfylkingunni í­ dag.

Ráðherrar Samfylkingarinnar lýsa því­ yfir að Daví­ð Oddsson Seðlabankastjóri komi þeim ekki við og starfi ekki á ábyrgð þeirra. (Reyndar mætti spyrja sig hvort það væri ekki eðlilegra fyrir kratanna að taka málið upp í­ bankaráðinu og freista þess að fá þar samþykkt vantraust á bankastjórann frekar en að pukrast með bókanir á lokuðum fundum.)

Sama dag senda ungliðarnir svo frá sér ályktun um kosti evrunnar. Þar er sérstaklega til þess tekið að í­ evrusamstarfi yrði Ísland svo sannarlega ekki áhrifalaust, því­ við ættum eitt atkvæði í­ bankanum og rödd í­ stjórn Evrópska seðlabankans.

En hver færi með atkvæðið og hver yrði rödd Íslands? Jú, það væri Daví­ð Oddsson – maðurinn sem Samfylkingin segir að komi sér ekki við!

Er hægt að vera mikið óheppnari með tí­masetningu á ályktun?

Annars erum við í­ SHA alvarlega að spá í­ að dusta rykið af merkjavélinni og fara aftur að framleiða gamalt og klassí­skt barmmerki: „Daví­ð í­ herinn og herinn burt!“ – Eitthvað segir mér að við gætum selt vel af því­ merki núna.