Vísir.is gerir í dag heiðarlega tilraun til að stela jólunum og eigna þau kristnum. Um það má lesa í þessari frétt, sem gengur út á að bæjaryfirvöld í Oxford hafi skoðun á því hvaða nafn sé notað yfir ljósaskiptahátíðina þar í bæ.
Blaðamaður Vísis er miður sín yfir að pólitískur rétttrúnaður hafi orðið þess valdandi að jólanafnið hafi verið útlægt gert. Ekkert er fjarri sanni.
Á löndum engilsaxa er talað um kristsmessu í kringum stysta vetrardag – en við heiðingjarnir tölum um jól. Ef til vill á blaðamaður Vísis við að harðsnúnir bæjarfulltrúar í Öxnafurðu hafi amast við kristsmessunni, en jólin eigum við heiðingjarnir. Hins vegar höfum við af gæsku okkar leyft klerkunum og jesúlingunum að nota jólaheitið ef það er þeim til nokkurrar fróunar.