Óskaplega var þetta staglkennt viðtal. Sigmar spyr viðmælandann efnislega sömu spurningar 5-6 sinnum og fær alltaf sömu romsuna á móti.
Hins vegar virtist Sigmar missa af áhugaverðasta atriðinu – þegar VR formaðurinn lýsti því í byrjun að bankaráðið hafi ekki vitað hvaða starfsmenn um hefði verið að ræða né hversu háar upphæðirnar væru. – Hvers konar vinnubrögð eru það eiginlega? Hvernig í ósköpunum á bankaráðið að geta tekið svona ákvörðun án þess að vita hvort um er að ræða 800 milljónir eða 80 milljarða?
Síðar í viðtalinu kemur fram að bankastjórarnir, sem leggja fram tillöguna, hafi vikið af fundi meðan ákvörðunin er rædd…
Með öðrum orðum: þegar ákvörðunin um að fella niður ábyrgðirnar er tekin, er enginn inni í herberginu sem hefur hugmynd um hvaða upphæðir er um að ræða. Eru menn galnir?
Gaman væri að heyra nú í frjálshyggjumönnunum sem kyrja í fífellu möntruna um að einkarekstur sé miklu betri en opinber rekstur því opinberu starfsmennirnir fari ósparlega með fé.