Rossi!

Jarvis Rossi skoraði á 90. mí­nútu í­ góðum útisigri gegn Walsall í­ málningarbikarnum í­ kvöld. Walsall leikur í­ gömlu þriðju deildinni og tefldi fram sí­nu sterkasta liði. Þetta eru því­ fjári góð úrslit.

Auðvitað er málningarbikarinn hálfgerð aulakeppni. Þarna keppa liðin úr gömlu þriðju og fjórðu deildinni. Enginn hefur í­ raun áhuga á úrslitaleiknum aðrir en stuðningsmenn liðanna sem keppa (og Mogginn þegar Guðjón Þórðarson vann bikarinn með Stók) og aðeins hörðustu tölfræðinirðir muna hverjir unnu fyrir 2-3 árum…

…en…

…úrslitaleikurinn er á Wembley, sem kveikir í­ sumum stuðningsmönnum og stöku leikur ratar í­ sjónvarp.

Það er reyndar ástæðan fyrir að ég fagna svo mjög sigrinum í­ kvöld. Nú erum við sem sagt komnir í­ átta liða úrslitin og fyrir liggur að einn af leikjunum fjórum verður í­ beinni útsendingu á Sky. Það eru því­ 25% lí­kur á sjónvarpsleik – mögulega þeim eina sem ég get vænst á þessu keppnistí­mabili.