Það er alltaf gaman að koma til ísafjarðar. Ferðin um þessa helgi var þar engin undantekning.
Aðdragandi vesturfararinnar var sá að fyrr í haust rakst ég á tvo keppendur í spurningaliði Mí. Við ræddum eitt og annað um keppnina. Á kjölfarið kviknaði sú hugmynd að ég færi vestur og héldi SHA-fund, en þeir myndu aðstoða við að auglýsa hann, ganga frá húsnæði og annað slíkt. Á leiðinni myndi ég svo líta á æfingu hjá ísfirðingum og gefa góð ráð.
Fundurinn var síðdegis. Um tuttugu manns mættu, sem mér fannst bara fínt. Það voru í það minnsta síst færri en á súpufundi Samfylkingarfélagsins í hádeginu, þar sem báðir þingmennirnir voru mættir. Meðalaldurinn var líka öllu hærri hjá krötunum…
ífram Mí!
# # # # # # # # # # # # # #
Ekki tókst Luton að vinna utandeildarlið Altrincham á heimavelli í fyrstu umferð bikarkeppninnar í dag. Það þýðir að liðin mætast aftur annan þriðjudag.
Þetta er auðvitað bögg og vesen – en þó er smáséns að rætist úr þessu ef seinni leikurinn ratar í sjónvarp. Ætli það séu ekki svona 10% líkur á því?